Heimaskrifstofa full af viðskiptatækifærum

Heimaskrifstofan

Er geymslan þín full af viðskiptatækifærum?
 
Hvernig hljómar að breyta geymslunni í skpandi skrifstofu þar sem þú ferð að sækja viðskiptatækifærin sem þig hefur alltaf dreymt um eða viltu hafa ró og næði til að geta unnið betur heima.
 
Ef þú hefur ekki vinnuaðstöðu þá er tilvalið að breyta geymslunni í skrifstofu og láta okkur hjá Geymslur.is geyma allt dótið fyrir þig á meðan þú nýtir geymsluplássið í eitthvað skemmtilegt og skapandi.
 
Hafðu samband og saman finnum við hentuga geymslu fyrir þig.
Er bílskúrinn hjá þér fullur af dóti sem þvælist fyrir? Langar þig að koma bílnum inn og nýta bílskurinn fyrir eitthvað meira spennandi en fullt af dóti?

Ferðatöskurnar

Þó við viljum líklega öll ferðast meira þá þurfum við ekki að nota ferðatöskurnar megnið af árinu. Þær geta tekið upp dýrmætt pláss. Geymdu ferðatöskurnar og allt hitt dótið sem þú ert ekki að nota hjá okkur í stað þess að láta það taka upp dýrmæta fermetra heima.

Kassar fullir af dóti í geymslu

Kassarnir

Ertu með kassa fulla af dóti sem þvælast fyrir en þú ert ekki tilbúin(n) að henda? Við könnumst öll við hluti sem við erum ekki tilbúin að láta frá okkur. Kosturinn við geymslur.is er að kassarnir þurfa ekki að þvælast fyrir heima. Komdu með þá í geymslu hjá okkur, þú getur komið í kíkt í þá þegar þér hentar.

Búslóðageymsla Leigðu geymslur - þarftu að geyma búslóð

Búslóðin

Ertu á milli íbúða eða kemst ekki allt dótið fyrir í nýju íbúðinni? Hvort sem þú þarft að geyma heila búslóð eða hluta hennar til lengri eða skemmri tíma þá erum við með geymslur fyrir þig. Vertu í sambandi og við finnum hentuga stærð á hentugum stað fyrir þína búslóð.

Bílskúrinn fyrir bílinn

Bílskúrinn fyrir bílinn

Er bílskúrinn hjá þér fullur af dóti sem þvælist fyrir? Langar þig að koma bílnum inn og nýta bílskurinn fyrir eitthvað meira spennandi en fullt af dóti? Margir viðskiptavinir hafa endurheimt bílskúrinn og notagildi hans fyrir bílinn og aðra spennandi hluti. Leitaðu til okkar og við finnum hentuga stærð af geymslu fyrir dótið sem þú vilt losna við úr bílskúrnum.

Geymdu lagerinn hjá Geymslur.is Lagerpláss lagerhúsnæði

Lagerinn

Hjá okkur eru nokkur fyrirtæki sem nýta geymslur undir hluta af lagernum. Ef það er ekki pláss í fyrirtækinu fyrir lagerinn hvort sem það er tímabundið þegar tekið er inn mikið af árstíðabundinni vöru eða ef plássleysið er viðvarandi og þörf á að bæta við lagerrými, þá getum við komið til hjálpar. Hvort sem þú vilt leysa lagermálin til lengri eða skemmri tíma hafðu þá samband við okkur og saman finnum við hentuga lausn.