Um Geymslur

Brautryðjandi á Íslandi

Geymslur er brautryðjandi á Íslandi í „Self storage“ og var fyrsta fyrirtækið til að bjóða 24/7 aðgang að geymslurýmum. 

Við leggjum sérstaka áherslu á húsnæði undir 50 fermetrum að flatarmáli. Hvort sem þú ert að leita að geymslu fyrir þig eða fyrirtækið, þá erum við með fjölmargar stærðir fyrir þig til að velja úr.

Þú getur leigt geymslu til lengri eða skemmri tíma. 

Geymslur bjóða mikinn sveigjanleiki, því þú getur stækkað eða minnkað geymslurýmið eftir þínum þörfum með stuttum fyrirvara.

Geymslur Fiskislóð 25
Geymslurgangur

Ástæður þess að

Geymslur eru góður kostur

Í öryggum höndum

Allir geymslustaðir hjá Geymslum eru vaktaðir af Securitas.

Sveigjanleiki

Þú getur breytt um stærð á geymslu eftir þínum þörfum hverju sinni með stuttum fyrirvara.

Opið 24 / 7 allt árið

Hjá Geymslum er opið allan sólarhringinn allt árið um kring nema á Fiskislóð 11 í Reykjavík þar sem er annar opnunartími.

Örugg meðferð persónuupplýsinga um Geymslur.is

HVAÐ ER FÓLK AÐ GEYMA

Við geymum alls konar
fyrir fólk og fyrirtæki

 • Búslóðir
 • Dánarbú
 • Vetrarvörur
 • Nagladekk
 • Skíði og snjóbretti
 • Jólaskrautið og páskaskrautið
 • Garðhúsgögn og ferðadót
 • Efni og áhöld
 • Bókhaldsgögn og skjöl
 • Lagerinn
 • Og allt annað sem þarf að geyma á góðum stað

Persónuverndarstefna

Örugg meðferð
persónuupplýsinga

Hjá Geymslum er lögð rík áhersla á öryggi og verndun persónuupplýsinga. Persónuverndarfulltrúi Geymslna hefur eftirlit með því að fyrirtækið uppfylli skyldur sínar samkvæmt persónuverndarlögum. 
Allar fyrirspurnir vegna persónuverndar skulu berast á netfangið personuvernd@geymslur.is

Hér má nálgast Almenna persónuverndarstefnu Geymslna

Geymslur endurskoða stefnuna reglulega til að sjá til þess að hún sé í samræmi við gildandi lagakröfur og endurspegli þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað hjá félaginu á 
hverjum tíma. Síðustu breytingar voru gerðar í maí 2018.

Örugg meðferð persónuupplýsinga um Geymslur.is

Nýttu þér þægilega og hagkvæma þjónustu

Svo þú getir notið þess að hafa allt í röð og reglu heima eða í fyrirtækinu. Nýttu þitt pláss betur og láttu okkur geyma það sem þú ert ekki að nota í augnablikinu.