Góð ráð við pökkun hluta fyri geymslu

Hér á eftir verður farið yfir nokkur ráð sem gott er að hafa í huga þegar hlutum er pakkað og þeir settir í geymslu.
  • Nota viðeigandi geymsluílat. Glærir plastkassar eru í flestum tilfellum góður kostur. Auðvelt að stafla og leita ef þarf að nálgast eitthvað úr geymslunni.
  • Plastpokar þykja ekki hentugir þar sem plastið getur fangað raka og valdið myglu með tímanum.
  • Ekki er æskilegt að geyma mjög dýra hluti eða þá hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi.
  • Hreinsaðu vel alla hluti sem eiga að fara í geymslu.
  • Gott að taka í sundur stór húsgöng svo betur sé hægt að koma þeim fyrir og vernda hvern einstakan hlut.
  • Notaðu lofttæmda poka til að pakka og geyma fatnað. Þetta veitir betri vörn fyrir fatnað ásamt því að draga saman rúmmál og taka minna pláss.
  • Verndaðu húsgangafætur með því að vefja kúlupappír eða öðru utanum.
  • Vefjið húsgögn í þykk teppi til að verja gegn ryki og rispum.
  • Pakkaðu smærri hlutum í skúffur, kommóður og skápa til að nýta plássið sem best.
  • Ef geyma á dýnur er best að setja þær í þar til gerða geymslupoka fyrir dýnur og loka vandlega fyrir öll op. Gakktu úr skugga um að enginn hluti dýnunnar sé óvarinn. Einnig er gott að kynna sér hvort dýnan megi standa upp á annan endann í lengri tíma.
  • Ef geyma á heimilistæki er mikilvægt að þrífa vel og afþýða t.d. ísskáp eða frysti og þurrka vel. Skiljið hurðar á heimilistækjum eftir örlítið opnar til þess að koma í veg fyrir þéttingu og mygluvöxt.
  • Best er að pakka raftækjum í upprunalega kassa séu þeir enn til. Annars þarf sterka kassa með kúlupappír til varnar. Fjarlægja alla aftengjanlega hluta og rafhlöður fyrir geymslu.
  • Bækur ættu að geymast í kassa en passa þarf að þær séu allar alveg þurrar. Ef um dýrmætar bækur er að ræða er gott að vefja þær í bökunarpappír til að auka vernd.
  • Þegar viðkæmum hlutum eða brothættum er pakkað ætti að nota kúluplast eða pappír til þess að auka vernd. Einnig er gott að klæða botn hvers kassa með bólstrun eða öðru sem þjónar hlutverki höggdeyfis. Merktu alla kassa með : Brothætt
  • Vefjið listaverkum í mjúkan pökkunarpappír og síðan í kúluplast. Setjið stórt X með lituðu límbandi á glerhlið listaverksins. Besta vörnin eru sérstakir myndakassar.
  • Merkja hvern kassa vel. Auðveldar og spara tíma þegar leita þarf að verðmætum og öðru úr geymslunni.

 

Þegar hlutum er staflað inn í geymslurýmið er gott að skilja eftir pláss á milli hluta til þess að tryggja loftflæði og auðveldar aðgengi. Stafla kössum og ílátum af svipaðri stærð saman, hafa þyngsta neðst.

Staðetja kassa þannig að merkingar sjáist.

 

Ath að óheimilt er að geyma lifandi verur, hættuleg eða eldfim efni (t.d. sýru, eldsneyti, sprengiefni), efni sem gefa frá sér sterka lykt, efni sem rotna, efni sem þarfnast kælingar, frosts eða vatns, vélknúin ökutæki, gaskúta eða önnur efni sem eru til þess fallin að skemma geymsluna eða sameiginlegt rými eða valda truflun á starfsemi í húsnæðinu, eða skapa umtalsverða hættu á slíkum skemmdum eða truflun. Leigutaki skal framfylgja reglum brunamálayfirvalda. Leigutaki skal fara eftir öðrum þeim umgengisreglum sem leigusali kann að setja síðar.