Fataskapurinn

Mölur- fatamölur – mölfluga

Það getur verið hvimleitt að fá inn til sín mölflugur en fatamölur er algengastur af þessum flugum. Flugurnar fara í flíkur, teppi og mottur, sérstaklega þær sem gerðar eru úr dýrahárum, ull, feld, silki og leður.

Hér að neðan eru nokkur einföld ráð um það hvernig hægt er að losna við mölflugur sem komist hafa inn í geymslur.

 

  • Losa sig við flíkina sem flugan er í.
  • Setja flíkina í þurrhreinsun eða þvo á háum hita (hærri en 60°c). Einnig er hægt að setja í frysti og drepa þannig flugurnar.
  • Hreinsa vel kommóður og skápa í geymslunni (rykskuga og þurrka uppúr skúffum og rifum)
  • Mölur hatar hreyfingu og því er gott að opna reglulega skúffur og skápa.
  • Þrífa reglulega, rygsuga og þurrka af í öllum hornum, skúffum og skápum.
  • Hægt er að nota lavender, þurrkað timian, lárviðarlauf eða negul til þess að halda mölnum frá.
  • Hægt er að nota flugnalímrúllu til þess að veiða mölinn en í líminu er fermón sem laðar þær að.
  • Þrífa allan fatnað áður en honum er komið fyrir í geymslu. Mölurinn þrífst á svita, dauðum húðfrumum, mannshári ofl.
  • Allan fatnað úr dýrahárum (ull, feldur, silki og leður) ætti að geyma í vel lokuðum og lofttæmdum umbúðum.
  • Hafa samband við meindýraeyði.
Kassar fullir af dóti í geymslu

Kassarnir

Ertu með kassa fulla af dóti sem þvælast fyrir en þú ert ekki tilbúin(n) að henda? Við könnumst öll við hluti sem við erum ekki tilbúin að láta frá okkur. Kosturinn við geymslur.is er að kassarnir þurfa ekki að þvælast fyrir heima. Komdu með þá í geymslu hjá okkur, þú getur komið í kíkt í þá þegar þér hentar.

Búslóðageymsla Leigðu geymslur - þarftu að geyma búslóð

Búslóðin

Ertu á milli íbúða eða kemst ekki allt dótið fyrir í nýju íbúðinni? Hvort sem þú þarft að geyma heila búslóð eða hluta hennar til lengri eða skemmri tíma þá erum við með geymslur fyrir þig. Vertu í sambandi og við finnum hentuga stærð á hentugum stað fyrir þína búslóð.

Geymdu lagerinn hjá Geymslur.is Lagerpláss lagerhúsnæði

Lagerinn

Hjá okkur eru nokkur fyrirtæki sem nýta geymslur undir hluta af lagernum. Ef það er ekki pláss í fyrirtækinu fyrir lagerinn hvort sem það er tímabundið þegar tekið er inn mikið af árstíðabundinni vöru eða ef plássleysið er viðvarandi og þörf á að bæta við lagerrými, þá getum við komið til hjálpar. Hvort sem þú vilt leysa lagermálin til lengri eða skemmri tíma hafðu þá samband við okkur og saman finnum við hentuga lausn.