SpurT og svarað

Hér getur þú fundið algengar spurningar og svör. Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu vertu þá í sambandi við okkur.

Allur kostnaður af rekstri húsnæðisins er innifalinn í húsaleiguverðinu. Hiti, rafmagn, brunaviðvörunarkerfi, öryggiskerfi, eftirlitsmyndakerfi, aðgangsstýringakerfi og fleira. Húsaleiga hjá Geymslum ehf. er undanþegin VSK.

Þú hefur ótakmarkaðan aðgang að geymslunni þinni á opnunartímum Geymslna. Sjá opnunartíma á forsíðu.

Eingöngu er leigt í heilum mánuðum, skemmsti leigutími er einn mánuður. Hægt er að taka geymslu á leigu hvaða dag mánaðar sem er og gildir samningurinn þá til sama dags síðasta leigumánaðar, m.ö.o. þá er leigutímabil í heilum mánuði frá hvaða degi sem er. Það er enginn hámarksleigutími.

Nei, tryggingar eru ekki innifaldar í húsaleigunni. Við ráðleggjum þér að hafa samband við tryggingafélagið þitt varðandi að tryggja innihald geymslunnar. Hins vegar gerum við hvað við getum til að minnka hættu á tjóni. Við erum með brunavarnarkerfi, þjófavarnarkerfi, eftirlitsmyndavélar með upptöku, vatnslekaviðvörunarkerfi og fleira tengt stjórnstöð Securitas allan sólarhringinn.

Já. Verðið er það sama á öllum starfsstöðvum Geymslna ehf.

Þú getur valið að greiða með greiðslukorti, fengið greiðsluseðil birtan rafrænt í netbanka, eða fengið greiðsluseðil sendan heim.

Húsaleigan er greidd fyrirfram. Við gerð mánaðarlegs samnings þarf að greiða fyrsta mánuð og greiðslutryggingu fyrirfram. Margir notfæra sér að gera 6 eða 12 samning og greiða fyrirfram gegn 10% eða 20% afslætti. Uppsagnarfrestur er að lágmarki 30 dagar og miðast við leigudag samnings. Greiðslutrygging er endurgreidd innan 30 daga eftir lok húsaleigusamnings.

Við lánum þér lás að kostnaðarlausu fyrir geymslur á Fiskislóð 11 og Fiskislóð 25. Á öðrum starfsstöðvum hjá Geymslum eru rafrænar aðgangsstýringar og aðgangskort.

Þú getur veitt öðrum leyfi eða aðgang að geymslunni en slíkt leyfi þarf að vera skriflegt eða með sannanlegum hætti, annað hvort tekið fram við gerð leigusamnings, eða tilkynnt með tölvupósti frá skráðu netfangi á húsaleigusamningi. Geymslur gæta fyllsta trúnaðar við leigutaka.

Ef leiga er ekki greidd á eindaga, þá er krafan send til innheimtu. Ef um langvarandi vanskil er að ræða, þá áskilja Geymslur ehf. sér rétt til að banna aðgengi að geymslu, rýma geymsluna og farga þeim munum sem þar eru og/eða leggja hald á þá og selja upp í skuldina og leigja öðrum geymsluna. 

Rýming af þessu tagi er þó ekki framkvæmd nema eftir margvíslegar aðvaranir. En það er að sjálfsögðu best fyrir alla að halda leigugreiðslum alltaf í fullum skilum. Ef þú ert í minnsta vafa þá skaltu hafa strax samband við okkur.

Húsaleiguskilmálarnir útskýra þetta atriði og mörg önnur ítarlega. Við hvetjum þig til að kynna þér þá vel áður en þú skrifar undir leigusamning.

Einkageymslur er húsnæði sem þú leigir í sérhæfðu geymsluhúsnæði. Húsnæðið er byggt og innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur m.t.t. bruna, þjófnaðar o.s.frv.