Fataskapurinn

Mölur- fatamölur – mölfluga

Það getur verið hvimleitt að fá inn til sín mölflugur en fatamölur er algengastur af þessum flugum. Flugurnar fara í flíkur, teppi og mottur, sérstaklega þær sem gerðar eru úr dýrahárum, ull, feld, silki og leður.

Hér að neðan eru nokkur einföld ráð um það hvernig hægt er að losna við mölflugur sem komist hafa inn í geymslur.

 

  • Losa sig við flíkina sem flugan er í.
  • Setja flíkina í þurrhreinsun eða þvo á háum hita (hærri en 60°c). Einnig er hægt að setja í frysti og drepa þannig flugurnar.
  • Hreinsa vel kommóður og skápa í geymslunni (rykskuga og þurrka uppúr skúffum og rifum)
  • Mölur hatar hreyfingu og því er gott að opna reglulega skúffur og skápa.
  • Þrífa reglulega, rygsuga og þurrka af í öllum hornum, skúffum og skápum.
  • Hægt er að nota lavender, þurrkað timian, lárviðarlauf eða negul til þess að halda mölnum frá.
  • Hægt er að nota flugnalímrúllu til þess að veiða mölinn en í líminu er fermón sem laðar þær að.
  • Þrífa allan fatnað áður en honum er komið fyrir í geymslu. Mölurinn þrífst á svita, dauðum húðfrumum, mannshári ofl.
  • Allan fatnað úr dýrahárum (ull, feldur, silki og leður) ætti að geyma í vel lokuðum og lofttæmdum umbúðum.
  • Hafa samband við meindýraeyði.
Merki: Engin merking

Add a Comment

Tölvupósturinn þinn verður ekki birtur. Fylla þarf út merktu svæðin *